Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Vogaskóli er hverfisskóli í Vogahverfi og tilheyrir hverfi Laugardals- og Háaleitis. Vogaskóli er einn af eldri skólum borgarinnar, tók til starfa í desember 1958. Hann á sér því langa og merka sögu. Skólinn er í grónu hverfi nálægt náttúruperlum eins og Laugardal og Elliðaárdal. Vogaskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli frá 1. bekk og upp í 10. bekk. Við skólann er formleg sérdeild fyrir einhverfa og eru sjö nemendur í henni.

Nemendur við skólann eru um 300 og starfsmenn um 50. Húsnæði skólans skiptist í tvennt, eldri byggingu og nýbyggingu. Í eldri byggingu eru nemendur í 7. - 10. bekk, námsráðgjafi, námsver og félagsmiðstöðin Buskinn með aðsetur. Þar er einnig list- og verkgreinakennsla. Í nýbyggingu eru nemendur í 1.-6. bekk, einhverfudeild, upplýsingaver, tónmenntastofa, heimilisfræði, skrifstofur stjórnenda, aðstaða skrifstofustjóra og hjúkrunarfræðings, mötuneyti, kaffistofa og matsalur. Á skólalóð er hús frístundaheimilisins Vogasels sem er fyrir börn í 1.-4. bekk í Vogaskóla.

Stjórnendur

Skólastarfið

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Vogaskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

  • Starfsáætlun 2024-2025

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Vogaskóla? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi. 

  • Skoða skólanámskrá

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Skólaráð Vogaskóla

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af hjónum með ungling á milli sín.

Skólareglur

Hver grunnskóli skal setja sér skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólareglur Fossvogsskóla skiptast í tíu flokka. Þær gilda alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans. 

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Vogaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Vogaskóla.